Tryggingarsjóður

vegna fjármálafyrirtækja

Fjármálavernd

með ábyrgð

Tryggingarsjóður

vegna fjármálafyrirtækja

Grunnur að

traustu fjármálakerfi

Um sjóðinn

Tilvísun í lög

Tryggingarsjóður vegna fjármálafyrirtækja (áður Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta) var stofnaður 28. desember 1999 og um sjóðinn gilda lög nr. 98/1999, með síðari breytingum.

Á grundvelli laganna hefur verið sett reglugerð nr. 120/2000 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, með síðari breytingum.

Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) ásamt Noregi og Liechtenstein. Sem aðila að EES ber Íslandi að taka upp tilskipanir Evrópusambandsins (ESB) er lúta að innri markaði fyrir fjármálaþjónustu og neytendavernd, í samræmi við ákvarðanir sameiginlegu EES nefndarinnar. Ákvæði laga nr. 98/1999 byggja að mestu á Evrópulöggjöf, en reglur laga um TVF varðandi innstæðudeild byggja í grunninn á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/19/EB um innlánstryggingar en tilskipuninni var ætlað að tryggja ákveðna samræmingu í innlánstryggingarvernd innan ESB og EES. Ný tilskipun 2014/49/ESB um innstæðutryggingakerfi var innleidd í apríl 2014 á vettvangi ESB og hefur hún verið innleidd í ríkjum Evrópusambandsins, en hefur ekki verið tekin upp í EES samninginn og hefur því ekki verið innleidd í íslensk lög. Ákvæði laganna um verðbréfadeild byggja að miklu leyti á ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 97/9/EB um bótakerfi fyrir fjárfesta. Um skilasjóð gilda lög nr. 70/2020 um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, en TVF annast umsýslu sjóðsins.